Um mig

 

ssmedbo.jpgÉg hef verið gítarleikari síðastliðin 30 ár og leikið með flestum íslenskum tónlistarmönnum jafnt þekktum sem óþekktum. Ég hef leikið inn á ca 1500-2000 sem flest hafa komið út á hljómplötum en því miður hef ég ekki haldið utan um þau gögn sem skyldi og er jafnt um lög sem hafa verið spiluð á öldum ljósvakans og önnur sem lítið hafa heyrst.
Þó svo að ég hafi mest spilað rokk með hljómsveitum eins og Start, Gildrunni og Drýsli finnst mér öll tónlist skemmtileg.

Í dag leik ég rokk með Gildrunni en spila á stálgítara kántrí með kántrísveitinni Klaufum, Selmu Björns og Miðnæturkúrekunum.  Popp, rokk og kántrí með hljómsveit Björgvins Halldórssonar og Hjartagosunum. Einnig hef ég starfað undanfarin ár með norsku kántrísveitinni Big River band sem gefið hefur út eina hljómplötu og spilar ár hvert á Lofeten kántrí festival í norður Noregi. 

Á undaförnum árum hef ég tekið þátt í ýmsum tónleikum s.s. útgáfutónleikum Eyjólfs Kristjánssonar 2002 og 2006. Eagles tribute 2006-2008, Minningartónleikum um Vilhjálm Vilhjálmsson, Afmælitónleikum Ragnars Bjarnasonar, Afmælistónleikum Skapta Ólafssonar 2006, Afmælistónleikum Björgvins Halldórssonar 2010, Jólagestum Björgvins Halldórssonar frá 2008, Minningartónleikum um Rúnar Júlíusson 2009, Sönglögin úr Vísnabókinni með Gunnari Þórðarsyni, Gítarveisla Bjössa Thor 2009, Heiðurstónleikar vegna opnunar kántrísafns á Skagaströnd, Afmælistónleikum Eiríks Haukssonar. Tónleikaferð með Heru Björk 2007, Útgáfutónleikar Sigríðar Guðnadóttur 2010 og svo mætti lengi telja. 

Ég fékk það skemmtilega verkefni árið 2006 að fá að gera tónlist við heimildarmynd um Jón Pál Sigmarsson sem hét Ekkert mál. Titillagið úr þeirri mynd er hér.
Einnig getur þú heyrt fleiri lög úr myndinni ásamt ýmsu öðru sem ég hef unnið að síðastliðin ár á þessari slóð

Undanfarið hef ég ferðast um landið með prógram til heiðurs Gary Moore gítarleikara sem lést fyrr á árinu undir nafninu S.Sigmundsson og Co og samdi í tilefni þess lag sem tileinkað er honum og heitir Blues for Gary. Hefur S.Sigmundsson m.a. haldið tónleika fyrir fullu húsi á veitingahúsinu SPOT, á Jazzhátíð Egilsstaða og Austurlands svo og Neistaflug. Hef ég fengið marga gestasöngvara mér til halds og trausts meðal annarra félaga minn og vin til margra ára Eirík Hauksson

Einnig tek ég að mér að spila bakgrunnstónlist hvers kyns og hef gaman að því að taka með mér Havai gítara og leika á þá bæði íslensk og erlend lög sem gefa sérstaka stemmningu um leið og leiknir eru gamlir jazzstandardar í bland við íslenska tónlist frá öllum tímum.

sssteel.jpgUndanfarin ár hef ég hneigst að því að leika á hvers kyns stálgítara og á nú nokkurt safn af þeim. Bæði er um að ræða pedalsteel eða fetilgítara eins og það nefnist á okkar ilhýra máli svo og kjöltu stálgítara (lap steel) svo og dobro. Gítararnir eru stilltir á ólíka vegu og sem dæmi má nefna eru pedalsteel gítararnir stilltir í E9 (Nashville tuning) og C6. Lap steel gítararnir eru stilltir í E, G, C6, venjulega stillingu og stundum D. Auðvitað er hægt að stilla þessi hljóðfæri á fleiri vegu en þetta eru þær leiðir sem ég hef kosið að fara.

Ég get þannig boðið upp á hljóðheim sem passað getur inn í hvaða tónlistarstefnu sem er. Ef þig langar til þess að fá mig á lagið þitt eða plötu eða í einhverskonar spilamennsku getur þú haft samband við mig í  [email protected] eða í farsíma 896-9748.

Hljóðverið mitt er Pro tools með gæða formagnara Universial Audio sem dregur það besta út úr hinum hefðbundu gítarmíkrafónum eins og Shure sm 57 og Sennheiser 421. Einnig hef ég notað mikið Audio technica 2020 sem er fjölhæfur míkrafónn á hvaða hljóðfæri sem er.  

 
This website was built using N.nu - try it yourself for free.(info & kontakt)